Faxastíg 33 900 VE - Tel: 481-1045 - Fax: 481-1414
 Deutsch  English  Icelandic

Velkomin(n) á heimasíðu Eyjaferða




Fyrir þá sem vilja getum við skipulagt dvöl ykkar hér í Vestmannaeyjum hvort sem það er fyrir hópa eða einstaklinga. Hjá okkur færðu upplýsingar um fallegar gönguleiðir um Heimaey og bendum á áhugaverða staði, hvort sem það er gönguferð uppá Eldfell, um lundabyggðir eða um nýja hraunið.

Við bjóðum einnig uppá gistingu fyrir einstaklinga eða hópa á gistiheimili okkar Hreiðrinu.

Við viljum benda gestum á Fiskasafnið, Byggðasafnið og aðrar sögulegar slóðir eyjanna. Einnig gefum við upplýsingar um annað sem gaman væri að upplifa á meðan á dvölinni stendur s.s. útreiðatúra, bátsferðir, sund, gólf, þjóðhátíð, fuglaskoðun og lundapysjubjörgun.

Ruth Barbara Zohlen, sem mun hitta ykkur við komuna að gistiheimilinu Hreiðrinu, er fædd og uppalin í Stuttgart í Þýskalandi. Hún hefur búið hér í Eyjum til fjölda ára og er þekkt sem fararstjóri með ást á náttúrulegri sögu og fegurð eyjanna.

Einkunnarorð okkar er: Aðeins það besta fyrir okkar gesti!

Upplýsingar og bókanir í síma 699-8945 eða 481-1045.

Önnur þjónusta sem við bjóðum upp á:

Gönguferðir
Við skipuleggjum 2-3 tíma gönguferðir um Heimaey. Þá má helst nefna smökkun á brauði, bökuðu í gígnum í Eldfelli sem enn er nógu heitur fyrir brauðbakstur.

Þú getur notað þennan pöntunarseðil, með tölvupósti eða í gegnum síma.




Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi





(c) Eyjamyndir 2003